Ferill 842. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1516  —  842. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um jólagjafir opinberra stofnana.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu miklu fé hafa opinberar stofnanir varið í jólagjafir til starfsmanna sinna ár hvert undanfarin fimm ár?

    Ráðherrar fara með og bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum, hver á sínu málefnasviði, sbr. 14. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, skal fyrirspurn alþingismanns til ráðherra vera um mál sem ráðherra ber ábyrgð á. Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 6/2022, sbr. forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra, nr. 7/2022, heyra eftirfarandi stofnanir stjórnarfarslega undir forsætisráðherra: 1) Seðlabanki Íslands, 2) Hagstofa Íslands, 3) ríkislögmaður, 4) óbyggðanefnd, 5) umboðsmaður barna og 6) Jafnréttisstofa. Óski fyrirspyrjandi eftir upplýsingum um stofnanir á ábyrgðarsviði annarra ráðherra er rétt að hann beini sérstökum fyrirspurnum þar að lútandi til hlutaðeigandi ráðherra.
    Við vinnslu svarsins var óskað eftir upplýsingum frá stofnunum sem heyra stjórnarfarslega undir forsætisráðuneytið samkvæmt framangreindum forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands. Eftirfarandi tafla sýnir hversu miklu fé stofnanir hafa varið í jólagjafir til starfsmanna síðastliðin fimm ár:

Heildarkostnaður jólagjafa
2018 2019 2020 2021 2022
Seðlabanki Íslands 3.600.000 3.568.500 6.141.810 7.325.000 7.575.000
Hagstofa Íslands 2.248.500 2.752.000 3.350.247 3.545.000 4.260.000
Umboðsmaður barna 70.933 107.382 212.085 218.465 221.472
Óbyggðanefnd 45.660 45.750 102.915 20.113 50.000
Jafnréttisstofa 99.900 80.000 65.881 88.110 124.220
Ríkislögmaður 0 0 0 0 187.200